Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

vrijdag, december 27, 2002



i have issues. but i also recognise this fact and do what i can to resolve those issues. i may have spent a long time letting those issues control me, but now i'm ready to take the upper hand and wonder about the world around me. i'm getting to be well-balanced, but i'm not quite there yet.

how mad are you?

this quiz was made by piksy

Nýkominn af Tveggja Turna Tali. Léleg, óþolandi, fáránleg, aulaleg, endalausar óþarfa breytingar frá bókunum (og þá meina ég ekki nauðsynlegar breytingar frá kvikmyndalegu sjónarhorni).
Sumsé, ég hataði myndina, og var næstum genginn út. Verð að lesa bókina aftur snarlega til að losa mig við slæmu áhrifin.

woensdag, december 25, 2002

Ljúf jól. Enda núna jóladag á smá lögg af eðalveigunum Jameson 1780. Ekkert slor, á við besta malt frá Skotlandi. Að öðru leyti sáu BBC News ástæðu til að birta það sem ég sendi þeim um jólin mín.
Var að glugga í Ísland á 20. öld, mjög gott það sem af er. Ekki skemmir að það er mynd úr Kaupþingi, af Fjárstýringunni meira að segja, en tekin fyrir sætabreytingar þannig að ég missi af því að vera á spjöldum sögunnar.

dinsdag, december 24, 2002

Gleðileg jól!
Ef ég þyrfti að velja, myndi ég frekar velja Þorlák frekar en gamlárskvöld. Alger klassík. Bregða sér í Kringluna í eftirmiðdaginn, hitta gamla bekkjar- og skólafélaga í röðum (og auglýsa þetta blogg, hæ!). Svo er það í bæinn um kvöldið. Það var líka þetta frábæra veðrið, stytti upp frá 7 til 11 og gat varla verið betra. Hittir þar fleiri vini og gamla kunningja sem maður hittir aldrei annars. Endaði kvöldið á Thorvaldsen með Sigga P New York búa sem var svo góður að veita mér húsaskjól þar í haust þegar ég fór í Ammríkuferðina.
Er meira á síðustu stundu nú en nokkru sinni fyrr, rétt búinn að pakka inn síðustu gjöfinni og ætla núna að reyna að skreyta aðeins áður en ég þarf að ná í gamla frænda og vera kominn til mömmu klukkan 6. Mamma og Gunna frænka garantera alltaf rjúpur!
Óska ykkur svo öllum gleðilegra jóla!

maandag, december 16, 2002

Og fyrst ég minntist á Harry:
potions
Harry Potter: Which Hogwarts professor would you be?

brought to you by Quizilla

Alltaf sami letinginn. Topp helgi. Í boltanum vann United sannfærandi sigur, Chelsea og Arsenal gerðu jafntefli og Liverpool tapaði. Greyin. Að segja eitthvað meira er eins og að sparka í hund (hann gæti bitið, skiljiði?).
Partyparty á laugardag, jólahlaðborð í Versölum, fínn fordrykkur, ágætur matur, *svolítið* misjöfn skemmtiatriði, en topp félagsskapur. Ég er orðinn alltof rólegur í ellinni, og svaf því vel og til hádegis og dreif mig síðan í laufabrauðsskurðinn í Kópavoginum, um það bil fjórum tímum á eftir fyrsta fólki. Í minni fjölskyldu tíðkast ekkert hálfkák þegar að þessu kemur. Kökurnar eru örþunnar, skorið er með flugbeittum skurðhnífum, eitthvað svipað ef ekki sömu og læknar nota, og uppástungur um laufabrauðsjárn komu fyrst og síðast fram fyrir 20 árum. Reyndar væru járnin þolanleg ef þau væru beittari og laufin mynduðu hvassara horn.
Þetta laufabrauðsgerð-er-list er allt skagfirsku ömmu minni að kenna, þó það séu 90 ár síðan hún giftist og flutti í Borgarfjörðinn.
Fór á Happy Rotter í gær. Hin ágætasta skemmtun. Var mjög duglaus í miðareddingum á TTT og sé hana líklega milli jóla og nýárs.
Hitler er búinn. Næst í hrúgunni eru æfisögur Tesla og Keynes, I bindi. Ekki ólíklegt að eitthvað léttmeti detti inn á milli, en Star Maker og First and Last Men, báðar eftir Olaf Stapledon teljast nú ekki léttmeti þó SF séu, en þær eru einmitt líka í biðröðinni og líklegastar á eftir ævisögunum

donderdag, december 12, 2002

Hver er ég? Ég hef af og til dundað við taka þau próf sem mér finnst skemmtilegust af þessum endalausu meintu persónuleikaprófum sem vaða uppi á bloggum. Hef síðan yfirleitt bara vistað það hjá mér en ekki birt, en á næstu dögum ætla ég að smella inn stöku niðurstöðu.
I'm Death!
Which Member of the Endless Are You?
Það er nú það. Þeir sem ekki kveikja á þessu, hafa misst af miklu

Mínir menn í United eru enn að gera það gott! Frábær sigur gegn Deportivo í gærkvöld. Annars auðvitað ekkert nýtt. Ég gæti blandað mér í þessa deilu sem bloggheimar standa í útaf tenglum á síður, en finnst ég eiginlega ekki það mikill hluti þessa hóps að það taki því. Reyndar eins og alltaf sé ég báðar hliðar á málinu, enda alþekktur fyrir afstöðuleysi.

dinsdag, december 10, 2002

Þórmundur félagi minn ryðst nú fram á ritvöllinn, þaulvanur maðurinn, og um ævintýri hans og fjölskyldu í kóngsins Kaupinhafn má lesa um á Voldumvej blogginu.

Ljóst að það var ágætis ákvörðun af ýmsum ástæðum að fara ekki til D.C. Vinnufélagarnir skemmtu sér mjög vel þó. Laugardagurinn var topp dagur, fyrst sá ég United vinna Arsenal og síðan Liverpool tapa fyrir Charlton í góðu yfirlæti hjá mömmu og móðursystur minni.
Það sem eftir var af helginnni fór í að klára Hringadróttinssögu og þó skömm sé frá að segja er það í fyrsta skipti síðan ég las hana alla á íslensku sem ég les hana alla. Sumsé alltof langt síðan. Er núna aftur tekinn til við Hitler. Ekki allir hrifnir af þessum tveim bókum á Amazon, en mér finnst þetta stórvirki. Þannig er það nú.
Á eftir verður ráðist á kollinn á mér, líklega með trjáklippum eða einhverju þvíumlíku til að hemja limgerðið sem hækkar mig um eina 10 sentímetra. Jólaklippingin!

donderdag, december 05, 2002

Það munaði ekki miklu að ég væri í Washington D.C. núna, fékk tilboð fyrir hádegi í dag um helgarferð og var kominn á fremst hlunn með að bóka, en hætti við. Það er víst stórhríð þarna úti núna. En sjö samstarfsmenn mínir fóru, vonandi að þau skemmti sér. Fékk ágætt símtal í kvöld frá gömlum vini (hann fékk þetta url og ætti að lesa þetta *veifa*). Það verður að verða úr ríjúnioni gamla Hagaskólabekkjarins í vor!

woensdag, december 04, 2002

Allajafna blogga ég ekki úr vinnu, en vegna bloggfalls undanfarna daga vil ég taka fram að Bond er skemmtilegur, Eon er snarfín bók, Forlan heldur áfram að gera sitt, og síðast en ekki síðst þakka samnemendum mínum í Ítölsku III fyrir ágætan lokatíma í gær og góðar veitingar. Ítalska IV byrjar 28. janúar, þá verður gaman.

zondag, december 01, 2002

Þetta gerist ekki betra. Frændi minn hló þvílíkum hrossahlátri að Diego Forlán í gær þegar við vorum að ræða boltann. Hann hlær ekki í dag, vesalings Liverpoolarinn. Á sigurstundum sem þessari er lífið ljúfast.