Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, september 26, 2004

Hella er á Hvolsvelli??

Morgunblaðið Strikes Again. Fyrirsögnin: "Búnaði stolið úr rútu á Hvolsvelli". Greinin: "Brotist var inn í litla rútu sem stóð fyrir utan hótel Mosfell á Hellu".
Sem gamall Hvolsvellingur hlýt ég að benda á glæpaöldu sem augljóslega er einangruð við Hellu.
Þegar ég var krakki á Hvolsvelli var mér alltaf ofboðslega illa við Hellu. Enda pabbi sýslumaður og Framsóknarmaður og alvörukaupfélagsmaður, en á Hellu var Ingólfur og íhaldskaupfélag. Reyndar var ég bara gutti þá, flutti 8 ára, og held að 'Sjálfstæðismenn', þó ekki sé að nafninu til, hafi oft unnið í sveitarstjórnarkosningum á Hvolsvelli.
Fáir staðir á Íslandi þar sem 10 kílómetrar eru jafn auðfarnir milli tveggja jafnstórra þorpa...

Oh what a beautif... hm. nei annars

Grár haustmorgun á sunnudegi. Ég get skilið þá sem finnst sumar(ég), vetur(skíðafríkin) eða vor(allt að springa út) besta árstíðin. En að finnast haustið best, það skil ég ekki. Ég þarf betri lýsingu í stofuna hjá mér. Þarf að bera upp halógenlampann sem ég setti í gestaherbergið þegar það var upptekið. Veit annars einhver hvar ég fæ dagsbirtuperur/lampa?
Var að horfa á formúlana. Schumacher hatarar gleðjast, en þó að stefndi í að síðustu þrír hringirnir yrðu spennandi endaði þetta án sviptinga.
Nú þarf að gera eitthvað... sælt í dag. Ætli sé ekki best að loka lappanum? Slökkva á imbanum? Lesa bók? Kannske setjast við borðtölvurnar og htmla smá? Hýðið þarf yfirhalningu.

zaterdag, september 25, 2004

Gott partý og annað smálegt

Hófið í gær tókst vel, allir skemmtu sér, og nutu góðra veiga. Og ég er næstum búinn með fráganginn. Það er gott að vera ekki þunnur.
Kærar þakkir til Hildigunnar fyrir verðlaunin, hlakka til að hlusta.
Víkingur.Info er komin þokkalega vel af stað, ég næ að uppfæra forsíðuna af og til og spjallið er byrjað að gera sig. Úrslit eins og í gær spilla ekki, frábært að fara með 2 stig úr bæli hins illa.
Annars held ég ég fari ekki mikið úr leisíbojnum í dag, fótbolti, bækur og kjöltukisinn.
Nei, ég er ekki búinn að fá mér kött, þetta er bara nafnið á laptoppnum mínum.

woensdag, september 22, 2004

Ítalska V

Jibbí, ítalskan byrjar í kvöld. Enn og aftur. Af ýmsum ástæðum er þetta í 3ja skiptið sem ég fer í V, en who cares, þetta er hobbí ekki gráðusöfnun. Kannske næ ég að mæta í meira en helminginn af þessum kúrsi.
Grillveisla fyrir deildina á föstudag, allir koma með sitt, plús ég verð með eitthvað meðlæti og aukabita á grillið.
Tillögur að meðlæti? Plís?

dinsdag, september 21, 2004

Landsbankinn og KR

Svo að Landsbankastarfsmenn vilja helst ekki hafa börnin sín í KR-heimilinu. Ég skil það svo ósköp vel.
Ekki myndi Herra Karl senda sín börn í gæslu í Félagsheimli Vúdúvina á Íslandi.

maandag, september 20, 2004

Build a bonfire...

Build a bonfire, build a bonfire, put the ...
Mmmmjá. Mikky með tvö glæsimörk. Ekki of slæmt

Upplyfting

Til upplyftingar sálu minni tók ég smá retail therapy í morgun og skellti inn mér á áskrift á þremur mánaðarritum enskum áður en ég fór í vinnuna, nú get ég hætt að dæla peningum í pennanneymundsson við að kaupa United og World Soccer og það er ekki eins og þeir selji SFX.
Að auki leysti ég CSS vandann frá í gær með trikki sem Már notar, sem felur bakgrunnsmyndina fyrir þá hluta vefsins sem nota sér bakgrunn (grárri) og notar í staðinn bakgrunnslit.
Þannig að núna er óháð handboltasíða fyrir Víking orðin flott. Sér í lagi í Opera og Firefox. Ég á ekki Safari af augljósum ástæðum.
Ég er sumsé aðeins keikari en í gærkvöld. Það gæti verið breytt aftur kl. 20:50 í kvöld.
(viðbót)
Að lokum er rétt að minnast Brian Clough. Besti enski framkvæmdastjórinn ever. Já, betri en Shankly, og Sir Matt, Sir Alex, Paisley og Stein voru Skotar. Snarklikkaður og of blautur undir lok ferilsins en samt. Ég var alltaf svag fyrir Forest sem liði nr 2, valdi þá sem 2. deildar liðið mitt '77. Vona að þeir komi upp einhvern tímann. Ég fyrirgaf dómaranum aldrei fyrir að reka ekki Gazza útaf þegar hann var borinn útaf í bikarúrslitunum '91. Einum fleiri hefði Forest skaffað það eina sem Cloughie fékk aldrei, bikarinn.

zondag, september 19, 2004

Fallnir

Ég hata Fram.
Það þýðir ekkert að segja mér að þetta sé okkur að kenna, að við höfum ekki staðið okkur, að það hafi verið lélegt að fá á okkur þriðja markið í Grindavík.
Það má svosem vel vera.
En að lið í fallbaráttu tapi 6-1 í síðustu umferð og hangi uppi, það er ógeðslegt.
Ég hata Fram samt ekki jafn mikið og Val og ekki nærri eins mikið og KR.

Ég þoli ekki IE

Ég hef verið að fikta í vefsíðugerð undanfarið og veit að með CSS er hægt að gera ýmsa sniðuga hluti með bakgrunnsmyndir, líkt og Bjarni Rúnar er að gera með nýja útlitinu sínu.
En málið er að IE6/Win er ofboðslega þroskaheftur þegar kemur að réttri meðhöndlun á þessu þannig að ég get ekki leyft mér að gera það sem mig langaði til.
Þetta er það sem langaði til að gera og kemur rétt í Opera eða Firefox (allir að nota það)
...en þetta er það sem kemur út í IE
Boo! Hiss"

maandag, september 13, 2004

Helgin

Helgin helgaðist mjög af atburðum föstudagskvöldsins. Rúmlega 11 tíma svefn síðustu nótt rak samt endapunktinn á það. Er sumsé hress í dag.
I'm too old for this shit... eitt glas á kvöldi er líklega minn skammtur.
Og nú tölum við ekki um fótbolta í einhvern tíma.

vrijdag, september 10, 2004

Heimilið endurheimt..

... útlendingar farnir, og partý í kvöld.
úje.

donderdag, september 09, 2004

Heimsókn

Er með enska vini í heimsókn sem eru á heimleið frá Bandaríkjunum. Lóðsaði þau um Reykjavík í gær, datt ekki í hug að fara út fyrir bæjarmörkin, enda lítið fútt í að rúnta um Hvalfjörðinn og segja ef það væri ekki svona mikil þoka og rigning og þið sæjuð út fyrir vegarkantinn, þá væri hér frábær fjallasýn.
Nema hvað, skruppum á Þjóðminjasafnið og mér fannst þetta bara nokkuð flott. Ánægður með minjagripabúðina, hárrétt jafnvægi upplýsingar og 'tacky'.
Sendi þau Gullna hringinn á eftir og fer sjálfur í vinnuna.

zaterdag, september 04, 2004

Helgarpóstur

Helgarpóstur enn og aftur.
Vikan fór í að vinna, sofa og smá sósialiseringar. Stjúpdóttir móðursystur minnar var í heimsókn frá BNA, og ég bauð þeim hjónum og ekkju bróður hennar í kampavínsmóttöku í Giljalandið síðasta laugardag áður en haldið var í lundaveislu hjá mömmu og moster. Mmmm kampavín. Mmmm lundi.
Síðan var litla frænka með tveggja ára afmælisveisluna sína á sunnudaginn og frændi minn faðir hennar 30ogeitthvað ára á þriðjudaginn þannig að ég fór tvisvar á Marargötuna. Allt hið besta mál en ég vona að þessi helgi verði góð hvíldarhelgi, er nefnilega að fá útlendinga í heimsókn í þrjá daga í næstu viku...