Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, januari 30, 2005

Tilkynningaskylda

Sé ekki að ég hafi neitt mikið að segja annað en að ég sé hér ennþá. Hef verið að taka til. Það er gott að taka til og það er nóg til að taka.
Get ekki nógsamlega lofað hlákuna.

vrijdag, januari 21, 2005

Kynþokki

Tveir kynþokkafyllstu menn landsins vinna hjá KB banka. Fagur banki KB banki.
Til hamingju Frosti minn!

zaterdag, januari 15, 2005

Frábær leikur

Meiriháttar úrslit, 100% sanngjörn og afhverju fékk Gerrard ekki rautt fyrir olnbogaskot? Ef dómarinn sá það ekki geta púlarar bókað þriggjaleikjabann.
Hef sjaldan verið jafn búinn eftir leik.
Steik í kvöld til að halda upp á þetta.

Hálka

Akkúrat dagurinn þegar maður vill gleyma veskinu heima til að geta farið annan rúnt á svellinu til að ná í það og aftur í búðina.
Liverpool á eftir! Spennan er geysileg!

zondag, januari 09, 2005

Jólatré

Mikið var fínt að hafa jólatré.
Kannske ég vökvi það betur næst. Mér sýnist það ætla að skilja eftir allar nálarnar í stofunni. Þær fáu sem ekki fara, munu dreifa sér í stigann, forstofuna og svo verða kannske örfáar eftir til að dreifa sér leiðinna sem ég þarf að draga það útað Hörgslandi.

zaterdag, januari 08, 2005

Fátt nýtt

Róleg vika, búinn að vera á barmi kvefs eða flensu, hélt mig heima tvo daga, en ekki hefur neitt stórvægilegt helst yfir mig enn, 7,9,13.
Búinn að bóka miða á tónleika. Hét því sem nýársheiti að fara að sjá Nanci eða Divine Comedy, átti reyndar ekki von á að Nanci væri aftur í Evrópu þetta fljótt, var síðasta haust. Þetta verður fjör.
Nú er að taka það rólega um helgina, smá innkaup og dútl. Og taka af trénu.

zaterdag, januari 01, 2005

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og lesendur
Veislan tókst líka svona glimrandi vel! Kalkúnninn var frábær!
2005 rokki feitt fyrir okkur öll.