Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, november 30, 2005

Dótajólin

Fyrsti í dótajólum var um daginn og kom það sér vel um helgina.
Annar í dótajólum er í dag. Það væri betra ef ég færi með fulla hreyfigetu.
Annars er Firefox 1.5 að gera sig. Fékk fyrst reyndar heljarstóra gráa rönd neðst undir status bar, en það var líklega einhver óuppfærð extension, lagaðist við annan umgang af 'check updates' undir extensions (fyrsta tékki í innsetningunni var ekki nóg). Skrugguskjótur, en skyldi hann vera eins minnisfrekur þegar 20 síður eru opnar? Mæli með uppfærslu

dinsdag, november 29, 2005

Vinnan kallar

Best að drífa sig í vinnuna. Kemur í ljós hvort maður endist daginn, nú, ef ekki, þá það.

zondag, november 27, 2005

Skárri

Skárri i dag enn í gær, stöðugur smáverkur þrátt fyrir verkjatöflur, og svo góður stingur ef ég hreyfi mig vitlaust, þó ekki eins oft og í gær.
Enn óljóst hvort ég fer í vinnuna á morgun.

zaterdag, november 26, 2005

Hnjask

Fór út að borða í gær, síðan á Óliver. Þar sá einn fyrrum vinnufélagi mig, ákvað faðma mig hressilega og lyfta mér upp.
Útkoman var sprunga í bringubeini.
Ái! Þetta var frekar óþægileg nótt, sumar hreyfingar skila stingandi verk. En núna er ég allavega létt dópaður.
Má búast við 1-2 vikna verkjum. Kemst líklega ekki í partíið í kvöld sem ég var búinn að hlakka mjög til, gæti þó hugsanlega skroppið, hef ekki átt erfitt að skemmta mér án áfengis.
Aftur ái!

vrijdag, november 25, 2005

They called him the Belfast Boy

Besti knattspyrnumaður Bretlandseyja fyrr og síðar er fallinn frá. Frægasti maður sem ég hef hitt og líklega eina hetjan mín sem ég hef hitt.

donderdag, november 24, 2005

Bið

Nú er ekkert eftir nema biðin. Er búinn að breyta aðeins útlitinu hér hægra megin.
24. nóvember er ekki góður dagur fyrir hetjur.

Skelfing Möltu

Auðvitað þekki ég ugluna vel, en átta mig á því núna að ég er búinn að gleyma flestum smáatriðum bókarinnar. Nema auðvitað endinum. Og Friðþjófi.
P.s. Þetta verða dótajól. And how...

maandag, november 21, 2005

Besta SF bíómynd ársins

Þetta kom nákvæmlega ekkert á óvart! Serenity er besta vísindaskáldsögumynd ársins, og jafnvel lengra aftur!
Farið á Serenity. Kaupið DVDinn. Kaupið Firefly seríuna á DVD. Joss verður að fá að gera meira af myndum og sjónvarpsþáttum!
Það var bara eitt sem ég saknaði.

Take my love
Take my land
Take me where I cannot stand
I don't care
I'm still free
You can't take the sky from me

Take me out to the black.
Tell 'em I ain't comin' back.
Burn the land
And boil the sea.
You can't take the sky from me

Have no place I can be
Since I found Serenity
But you can't take the sky from me.


Er ekki annars salur 1 í Kringlubíó besti salur landsins? Man enn þegar ég fór í hann fyrst og Con Air hristi mann í sætinu.

zondag, november 20, 2005

Nett

Þetta var bara nett.
Reyndar var Húsoghíbýla sýningin soltið þunn. En vínsýningin var fín. Ég er svoddan plebbi að mér fannst næstum allt gott sem ég smakkaði. En sumt var betra en annað. Þrautirnar gengu misvel. Ég þekkti negul og kanel lyktina en klikkaði á piparnum. Ég gat bara eina af vitlausu-þrúgunum, alger auli. Hins vegar kom ég þremur af fimm töppum í flöskukælinn af 3ja metra færi, hellti nær fullkomlega jafnt í sex glös án mikils vesens, og tókst að brjóta saman servíettu í fyrstu tilraun bara með að horfa á fyrirmyndina. Fékk að launum tappatogara (sem var fínt, því minn betri ræður ekki við flöskur með 'vör' og sá sem ég átti af þjónstegundinni brotnaði um daginn, enda lélegur. Ég get þá opnað Rosemountinn skammlaust.
Matur hjá mömmo og frænku í kvöld. Ætlaði á Serenity í kvöld, held það verði að bíða morguns. Eftir allt þetta vínsmakk í dag get ég varla annað en kippt með mér einni flösku úr safninu.

Fegurð

Mörkin voru hver öðrum fallegri í gær. Henry úr aukaspyrnu (mér finnst reyndar þessi langskot sem eru að fara inn í dag alltaf boltanum að þakka, þetta er að fara út í öfgar), Henry sjálfur hefði verið stoltur af Bullard markinu, gaman að sjá Arsenal vörnina sofandi þegar Kamara stakk sér milli þeirra. Því miður var Ambrose markið snyrtilegt, en hey, Ruud skoraði utan teigs. Það var ekki ljótt og ekki mark Smithy heldur.
Barcelona tók Real í þvílíka kennslustund að sjaldan hefur sést, Ronaldinho valsaði í gegnum vörnina tvisvar og skoraði 2 glæsimörk. Eftir það seinna stóðu meira að segja stuðningsmenn Real á fætur og klöppuðu, nokkuð sem síðast sást þegar Maradona var í heimsókn í Barcelonabúningnum.
En hápunktur fegurðarinnar var fyrra mark Ruud. Þvílík snilld. Rooney sólaði eina fjóra og gaf guðdómlega fallega vippu, Ruud tók hann á kassann, sneri og þrumaði á lofti gegn snúningnum. Mark dagsins, mánaðarins, ársins...
Það er uppá svona daga sem maður horfi á fótbolta.
Það fór minna fyrir fegurð í England-Nýja Sjálands leiknum, Englendingar komu verulega á óvart þó að mínir menn hefðu þetta, fjögurra stiga tap þegar spread-betting fyrir leikinn var 15-18 stig, Nýja Sjálandi í hag. Einhverjir hafa grætt vel og aðrir tapað mikið.
Það var nammidagur í gær, endaði á góðri steik-og-frönskum, beisik og bjútifúl matur. Súkkulaðibitakökudeigsís á eftir. Sælgæti...
Í dag ætla ég að kíkja í Laugardalshöllina, Smáralind, húsgagnaverslun og til mútter, sem er komin brún og sælleg frá Kanarí. Er búinn að bóka næstu utanlandsferð, ætla að taka þær systur með í borgarferð til New York í vor. Það ætti að verða stórlega gaman, bæði fyrir mig og þær.

zaterdag, november 19, 2005

Morgunn er brotinn

Ef ég vakna á virkumdagstíma á laugardegi og ræktin opnar á laugardagstíma, þá er bara um eitt að ræða.
Ég er farinn í vinnunna.
(hafði reyndar um það orð í gær að það biði alltaf dót sem ég kæmist aldrei í nema um helgar og hefði ekki mætt um helgi í lengri tíma... þannig að þetta er bara uppvinnsla á næstumsslugsuskap)
Svo er það ræktin kl 9, rúbbí kl hálfþrjú, og realbarsa kl 7. Góður dagur framundan!
P.s. Fékk mér Toffee Crisp í gær. Vóah. Nammi er extra gott þegar maður fær sér ekki nema einnusinnitvisvar í viku.

zaterdag, november 12, 2005

Smotterí

Ekkert að gerast svosem. Hef verið aðeins að detta í tækni, farinn að nota del.icio.us í staðinn fyrir að senda tengla með pósti milli vinnu og heimilis. Þetta er ágætlega sniðugt.
Fór í ræktina í morgun, hljóp 2x20mín með örlítilli pásu. Jahér. 6,6 km líklega. Allt er nú hægt.
Starfsdagur framundan og vinnudjamm í kvöld. Ætti að vera gott, þó að orðrómur sé um að ballið verði búið kl 11.00. Líst illa á það, en þá verður bara að steðja í bæinn.

maandag, november 07, 2005

Það er eitthvað mikið að...

...þegar liverpool bloggarar (Einar, Matti) lýsa yfir ánægju með sigur United. Og Arsenal menn hringja til að þakka fyrir sig.
Vonandi var þetta merki um það sem koma skal frekar en eitthvað eitís, eða eydísar, afturhvarf með að tjakka upp stemminguna í stórleik.
En nú er ég farinn í ræktina. Helgin var svolítið kaloríufrek.

zondag, november 06, 2005

Ekkert af viti.

Ég hef ekkert að segja af viti. Er bara að reyna að grynnka á leslistanum.
Fór í ölið eftir vinnu á föstudag, síðan á Apótekið og loks í þrítugsafmæli einkavinar bílsins. Greindi eigið ásigkomulag, sá að mér og fór heim. Það held ég hafi verið skynsamleg ákvörðun.
Nú er bara beðið eftir leiknum. Þetta gæti orðið slæmt.

woensdag, november 02, 2005

Gott og súrt og súrast

Gott: Ný föt sem passa flott.
Súrt: Afruglarinn með harðdiskupptökunni frá Símanum er bara til fyrir Breiðband, ekki ADSL. Það er súrt.
Súrast: Frammistaða United móti Lille. 0-1, 57 mínútur búnar og ekkert að gerast.

Fíkn

Hvað gerir maður þegar það eru 15 bækur á leslistanum? Jú. Pantar 13 í viðbót af amazon.co.uk.
Reyndar eru tvær þeirra kokkabækur og síðan eru 2 Donna Leon, 6 Robin Hobb og Dave Langford þar á meðal, allar auð- og fljótlesnar. En líka nýjasti Reynoldsinn og nýjasti Morganinn. Þær gætu verið trikkí. Stefni á að klára 5-7 af leslistanum fyrir og um helgina, það eru nokkrar sem ég er kominn langleiðina með. Samt svolítið erfitt að grípa síðustu bók í trílógíu þegar maður last fyrstu tvær fyrir 2-4 árum og er kominn hálfa leið í þessa en hefur ekki snert á henni í 6-9 mánuði. En samt gekk bara þokkalega.

dinsdag, november 01, 2005

Em-hvað??

Sniðugt. Ný leitarvél. Íslensk líka. Og ef ég slæ inn nafnið-á-leitarvélinni punktur is fæ ég... ferðaskrifstofu.
Jájá, voða sniðugt, mbl kemur með leitarvélina eMBLu. Sem þarf að fara inn á mbl til að nota.
Er dýrasta blogg á Íslandi að stefna á eitthvað portal dæmi??