Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, december 24, 2008

Gleðileg jól

Bjarnarbloggið og aðstandendur óska lesendum, vinum, kunningjum, inndetturum, fastagestum, hnýsnum persónunjósnurum og öðrum öðlingum
Gleðilegra jóla
Kærleiksríkrar Kristsmessu
Ljómandi ljósahátiðar
Kraftmikils Kwanzaa
Heillandi hátíðarhvaðahátiðar (mega Vottar lesa blogg?)
Furðulegs Festivus
og almennt
Gleðilegrar, hamingjuríkrar, afslappaðrar, fjölskylduvænnar (ef við á), gjafaríkrar (sælla er að gefa en þiggja og hver vill ekki að náunginn njóti sælu?), matarmikillar og ljúfrar hátíðar!
Sol Invictus rís enn á ný!

Labels:

woensdag, december 10, 2008

Taj Mahal eða ekki Taj Mahal

Það er eins og að sparka í liggjandi mann, en þessi mbl.is vitleysa er svo skemmtileg að ég hreinlega verð.
Indverjar eru eina ferðina enn farnir að ásaka kortagerðarmenn um hryðjuverk og er það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Við fréttina er sett þessi líka ágæta mynd sem skv blaðamanninum sýnir "Taj Mahal hótelið í Mumbai séð úr Google Earth forritinu". Fyrir hvern meðalgreindan nörd sem bæði hefur séð myndir af hótelinu og... tja, öðrum stað tekur um 1,2 sekúndur að fara að hlæja.
Sömu loftmynd má sjá hér, nú eða að leita að 'Taj Mahal' á Google og breyta yfir í 'satellite'.
Auðvitað er þetta hið eina sanna Taj Mahal hof.
Nú spyr ég: Er ég of kröfuharður um almenna greind og þekkingu blaðamanna þegar ég segi að svona hlutir eigi hreinlega ekki að koma fyrir, þar sem þetta er þvílík fávísi að hálfa væri nóg? Er spurningakeppnisnördinn í mér of grimmur við blaðamanninn?

Labels: