Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, december 24, 2002

Gleðileg jól!
Ef ég þyrfti að velja, myndi ég frekar velja Þorlák frekar en gamlárskvöld. Alger klassík. Bregða sér í Kringluna í eftirmiðdaginn, hitta gamla bekkjar- og skólafélaga í röðum (og auglýsa þetta blogg, hæ!). Svo er það í bæinn um kvöldið. Það var líka þetta frábæra veðrið, stytti upp frá 7 til 11 og gat varla verið betra. Hittir þar fleiri vini og gamla kunningja sem maður hittir aldrei annars. Endaði kvöldið á Thorvaldsen með Sigga P New York búa sem var svo góður að veita mér húsaskjól þar í haust þegar ég fór í Ammríkuferðina.
Er meira á síðustu stundu nú en nokkru sinni fyrr, rétt búinn að pakka inn síðustu gjöfinni og ætla núna að reyna að skreyta aðeins áður en ég þarf að ná í gamla frænda og vera kominn til mömmu klukkan 6. Mamma og Gunna frænka garantera alltaf rjúpur!
Óska ykkur svo öllum gleðilegra jóla!