Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, februari 06, 2010

Fluttur

Ekki að hér hafi verið annað en jólapóstar og 6.feb póstar í rúmt ár, en ég er fluttur.
Þar er árlegur póstur þessa dags, og vonandi meira fljótlega.

vrijdag, december 25, 2009

Gleðileg jól!

Svolítið síðbúið, en:
Bjarnarbloggið og aðstandendur óska lesendum, vinum, kunningjum, inndetturum, fastagestum, hnýsnum persónunjósnurum og öðrum öðlingum
Gleðilegra jóla
Kærleiksríkrar Kristsmessu
Ljómandi ljósahátiðar (viku of seint)
Kraftmikils Kwanzaa
Heillandi hátíðarhvaðahátiðar (mega Vottar lesa blogg?)
Furðulegs Festivus
og almennt
Gleðilegrar, hamingjuríkrar, afslappaðrar, fjölskylduvænnar (ef við á), gjafaríkrar (sælla er að gefa en þiggja og hver vill ekki að náunginn njóti sælu?), matarmikillar og ljúfrar hátíðar!
Sol Invictus rís enn á ný!
og ekki má gleyma, eins og ég gerði í fyrra hinum árlega jólasveini:
Spur jólastelpan

Labels:

vrijdag, februari 06, 2009

6. febrúar 1958

They shall not grow old as we that are left grow old
Age shall not weary them, nor the years condemn
At the going down of the sun, and in the morning
We will remember them

Geoff Bent. Roger Byrne. Eddie Colman. Duncan Edwards.
Mark Jones. David Pegg. Tommy Taylor. Liam Whelan.
The Flowers of Manchester

Labels:

woensdag, december 24, 2008

Gleðileg jól

Bjarnarbloggið og aðstandendur óska lesendum, vinum, kunningjum, inndetturum, fastagestum, hnýsnum persónunjósnurum og öðrum öðlingum
Gleðilegra jóla
Kærleiksríkrar Kristsmessu
Ljómandi ljósahátiðar
Kraftmikils Kwanzaa
Heillandi hátíðarhvaðahátiðar (mega Vottar lesa blogg?)
Furðulegs Festivus
og almennt
Gleðilegrar, hamingjuríkrar, afslappaðrar, fjölskylduvænnar (ef við á), gjafaríkrar (sælla er að gefa en þiggja og hver vill ekki að náunginn njóti sælu?), matarmikillar og ljúfrar hátíðar!
Sol Invictus rís enn á ný!

Labels:

woensdag, december 10, 2008

Taj Mahal eða ekki Taj Mahal

Það er eins og að sparka í liggjandi mann, en þessi mbl.is vitleysa er svo skemmtileg að ég hreinlega verð.
Indverjar eru eina ferðina enn farnir að ásaka kortagerðarmenn um hryðjuverk og er það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Við fréttina er sett þessi líka ágæta mynd sem skv blaðamanninum sýnir "Taj Mahal hótelið í Mumbai séð úr Google Earth forritinu". Fyrir hvern meðalgreindan nörd sem bæði hefur séð myndir af hótelinu og... tja, öðrum stað tekur um 1,2 sekúndur að fara að hlæja.
Sömu loftmynd má sjá hér, nú eða að leita að 'Taj Mahal' á Google og breyta yfir í 'satellite'.
Auðvitað er þetta hið eina sanna Taj Mahal hof.
Nú spyr ég: Er ég of kröfuharður um almenna greind og þekkingu blaðamanna þegar ég segi að svona hlutir eigi hreinlega ekki að koma fyrir, þar sem þetta er þvílík fávísi að hálfa væri nóg? Er spurningakeppnisnördinn í mér of grimmur við blaðamanninn?

Labels:

woensdag, november 05, 2008

Ég sagði ykkur það, Obama er næsti forseti

Ég spáði þessu sem möguleika fyrir nákvæmlega fjórum árum síðan.

Labels: ,

zondag, oktober 26, 2008

Allt er nýtt

Ekkert er meira viðeigandi nú en besti teiknimyndarammi allra tíma

donderdag, juni 19, 2008

Hvílík vitleysa

Verð nú bara að biðjast afsökunar á síðustu færslu, hversu mikið bull var þetta. Portúgalir voru þeir sem voru með slaka vörn, arfaslakan markmann og bitlausa sókn. En núna getur Ronaldo a.m.k. ákveðið sig hvar hann vill spila næsta vetur.

Labels: ,

Hraði gegn seiglu

Ég er á móti því að kalla það svo að alvaran hefjist ekki fyrr en í fjórðungsúrslitum enda hafa verið úrslitaleikir síðustu fjóra daga í lokaumferðunum, en það er samt svo að nú fer hjartað að slá hraða.
Nú eru það Portúgalir sem munu þurfa að nota allan sinn hraða og spil til að vinna á Þjóðverjum. Þjóðverjar hafa oft verið með betra lið og nú held ég að veilur í sókn, vörn og markvörslu eigi eftir að segja til sín. Þetta verður samt ekki meira en eitt-núll fyrir Portúgal.

Labels: ,

dinsdag, juni 17, 2008

Gleðilega þjóðhátíð

Til hamingju með daginn!
Hefur verið betra veður á 17. júní? Þori varla, nenni varla í mannmergðina sem verður í bænum, það er komið nægilega mikið af pallsklæðningunni til að ég get setið úti og sólað mig. Held að ég nýti það bara.
Í kvöld eru síðan viðeigandi stórleikir, nenni varla að bera stóra hlunkinn upp úr svefnherberginu til að geta ekki séð báða... og þó. Holland tekur þetta og Ítalía flýtur með.
Að lokum er rétt að benda á að þetta er hið Eina Sanna Bjarnarblogg. Annað er bara píp

Labels: , , ,