Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, januari 04, 2003

Kominn tími á færslu og ætli það sé ekki rétt að byrja á því sem mér fannst að Tveggja Turna Tali.
Eins og sást á færslunni að morgni þess 27. des var ég vægast sagt ekki ánægður. Föruneytismyndin var að nokkru breytt frá bókinni en ég sætti mig við það, enda gat ég séð að það væri nauðsynlegt kvikmyndalega séð. TTT var hins vegar of mikið af því óða. Vinur minn einn skrifaði langa grein á Usenet um málið og er eiginlega búinn að segja mest sem ég vildi segja um Gimli (þvílík niðurlæging á virðulegasta og heiðvirðasta karakter bókanna), Þjóðan (andsetning???), ástarþríhyrningum og Faramír. Leo gleymir m.a. "Aragorn er horfinn" bullinu, því hvernig Faramír dregur Fróða til Osgiliað, og Fróði sýnir hringvom hringinn. Ég hef heyrt rökin að þetta plati Sáron til að halda að hringurinn sá á leið til Mínas Tírið, en ég kaupi það ekki. Með að sýna hringinn verður mun auðveldara fyrir Sáron að leita hans.
Það að á Huga hafi ekki komið ein einasta kvartgrein í líkum stíl segir allt um smábörnin þar.
Annars er það þetta með Gimli. Það er talað um "comic relief" og hlátur sé nauðsynlegur og allt það, en þvílíkt Hollywood bull. TTT er, eins og miðja bóka oft, dimm og drungaleg. Það er allt á leið í glötun og hvers vegna ekki bara að sýna það? Og meðan ég man, þetta með "Lethal at short distances" þegar Gimli er á hlaupum er einmitt alveg öfugt. Gimli er ekki snöggur en hins vegar þrautseigur og hefur geysilegt úthalt.
Að lokum vil ég bara segja að Gollrir er frábær og Gríma líka, þó að áhrif þess síðara sé til muna minnkuð með andsetningarbullinu.
Nóg í bili.