Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, september 02, 2003

San Francisco

Ýmsir blogga um San Francisco. Siggi pönk er í heimsókn þar, Erna og Möddi nýkomin þaðan, og Árdís var að elda uppúr kokkabók Daunillu Rósarinnar. Nú er þó nokkuð síðan ég ákvað að heimsækja Daunillu rósina við fyrsta tækifæri, en ég var auðvitað búinn að gleyma að hún væri til. Það er eins gott að það gleymdist ekki, enda er ég á leiðinni til Frisco í nóvember!
Eitt sem ég ætla að reyna að gera er að heimsækja gröf Joshua Norton, fyrsta keisara Bandaríkjanna. Lesendur Sandman þekkja hann.
Ef einhver hefur góð ráð um hvað gera skal í SF eru komment vel þegin.
Ég tek það fram að ég þekki auðvitað ekkert af þessu fólki sem ég tengi á að ofan, en stalka þau bara í gegnum rss molana.