Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, april 20, 2004

Þættinum hefur borist bréf...
Ég er þar borinn þungum ásökunum um að hafa af illgirni mælt með bók til lestrar sem var "tóm steypa". Ég er að sjálfsögðu alsaklaus af slíkum ásökunum. Hitt er hárrétt að ég mælti heils hugar með bókum Iain (M.) Banks við bréfritara, enda lágu leiðir okkar saman í netheimum fyrir nokkrum árum (sem ég reyndar var búinn að minnast á í löngum tjáningarhala hjá Nönnu). Ég ætla að leyfa mér að giska á hvað um sé að ræða.
Ef gefið er að bréfritari hafi lesið M. lausa Banks bók, þ.e.a.s. ekki vísindaskáldsögu, tel ég með öllu útilokað að um hafi verið að ræða Whit eða Espedair Street sem báðar eru bráðskemmtilegar léttlesningar og þaðan af síður uppáhaldsbókina mína í öllum heiminum, The Crow Road. The Business og Dead Air eru of nýjar (síðustu 3 ár) og alls ekki steyptar. Fyrsta bókin hans, Wasp Factory, er hægt að lýsa með 100 lýsingarorðum áður en nokkrum dettur í hug steypa, enda er helmingur ca. 30 ritdóma sem útdrættir eru birtir eru í kiljunni fordæmingar á ógeðinu. Tær snilld, samt. Song of Stone er meira furðuleg en steypa og þá eru þrjár eftir, The Bridge, Walking on Glass og Canal Dreams, sem hægt er ímynda sér að lesandi geti líkt við steypu. Ég ætla að skjóta á Walking on Glass, enda hún einna skringilegust.
En þarna er um grundvallarmistök bréfritara að ræða enda get ég aðeins sagt að ef það er rithöfundur þarna úti sem mun skemmta mér jafn mikið og Banks þá hlakka ég mikið til.
Ég vil að lokum syrgja Nýjustu tækni og vísindi. Viðurkenni fúslega að ég hef lítið horft á þáttinn, en það hefur alltaf veitt mér ákveðna ánægju að vita af honum. Hugsa að börn og unglingar framtíðar muni gjalda fyrir að finna tæknitilhneigingum sínum ekki farveg þarna.