Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, oktober 02, 2004

Enn er komin helgi

Bloggleti í miðri viku eins og oft. Enda fátt gert utan vinnutíma sem vert er að minnast á. Er búinn að bloggervæða vikingur.info, þannig að nú ætti ég að geta fengið fleiri í lið með mér. Mjög skemmtilegt hvað bloggervélin er breytanleg, síðan er næstum nákvæmlega eins, nema hvað dagsetning og tími hefur bæst við færslur og bloggerhnappurinn er þarna. Svo þarf ég að skella inn vísunum í eldri færslur. Includes gera líka mikið gagn, enda þarf þá ekki að breyta blogger template, heldur skrám sem liggja úti á vefnum sjálfum.
Ef ég væri alvöru nörd hefði ég auðvitað skrifað mitt eigið færsluumsjónakerfi.
Ljúfur laugardagur, afgreiddi ofangreindar breytingar milli 4 og 8 í morgun (það er mynd af mér við "A týpa" í orðabókinni), en fór svo yfir í eitthvað allt annað og náði þriggja tíma morgunlúr. Draumar í morgunsárið og í svona léttum svefni eru *enn* steiktari en venjulega. Ég vil ekki þekkja undirmeðvitundina mína... þvílíkur þrautakóngur sem henni datt í hug.
Hlustaði á Guðbrandsmessu eftir Hildigunni. Svona verðlaun letja mann ekki í að hamra á F5 :-D Er alltaf á leiðinni að hlusta meira á klassík. Líst vel á að fara á Toscu eftir jól. Já og jafnvel Sweeney Todd líka. En ekki núna. Núna er ég með My Top Rated á random í iTunes, og Billy Joel er að rokka húsið með Scenes from an Italian Restaurant af Þúsárakonsertinum sínum. Jíhaaa!