Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, november 20, 2005

Fegurð

Mörkin voru hver öðrum fallegri í gær. Henry úr aukaspyrnu (mér finnst reyndar þessi langskot sem eru að fara inn í dag alltaf boltanum að þakka, þetta er að fara út í öfgar), Henry sjálfur hefði verið stoltur af Bullard markinu, gaman að sjá Arsenal vörnina sofandi þegar Kamara stakk sér milli þeirra. Því miður var Ambrose markið snyrtilegt, en hey, Ruud skoraði utan teigs. Það var ekki ljótt og ekki mark Smithy heldur.
Barcelona tók Real í þvílíka kennslustund að sjaldan hefur sést, Ronaldinho valsaði í gegnum vörnina tvisvar og skoraði 2 glæsimörk. Eftir það seinna stóðu meira að segja stuðningsmenn Real á fætur og klöppuðu, nokkuð sem síðast sást þegar Maradona var í heimsókn í Barcelonabúningnum.
En hápunktur fegurðarinnar var fyrra mark Ruud. Þvílík snilld. Rooney sólaði eina fjóra og gaf guðdómlega fallega vippu, Ruud tók hann á kassann, sneri og þrumaði á lofti gegn snúningnum. Mark dagsins, mánaðarins, ársins...
Það er uppá svona daga sem maður horfi á fótbolta.
Það fór minna fyrir fegurð í England-Nýja Sjálands leiknum, Englendingar komu verulega á óvart þó að mínir menn hefðu þetta, fjögurra stiga tap þegar spread-betting fyrir leikinn var 15-18 stig, Nýja Sjálandi í hag. Einhverjir hafa grætt vel og aðrir tapað mikið.
Það var nammidagur í gær, endaði á góðri steik-og-frönskum, beisik og bjútifúl matur. Súkkulaðibitakökudeigsís á eftir. Sælgæti...
Í dag ætla ég að kíkja í Laugardalshöllina, Smáralind, húsgagnaverslun og til mútter, sem er komin brún og sælleg frá Kanarí. Er búinn að bóka næstu utanlandsferð, ætla að taka þær systur með í borgarferð til New York í vor. Það ætti að verða stórlega gaman, bæði fyrir mig og þær.