Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, december 20, 2005

hittoþetta

 1. Ég er latur
 2. Þó haloscan segi annað (0) þá eru komment við gamlar færslur enn á sínum stað fyrir þá sem hafa borgað
 3. 3-1 er ásættanlegur sigur á Börmíngam.
 4. Minntist ég á leti?
 5. Jólaóróarnir eru komnir upp. Allir tíu sem ég á. Hanga í hjólunum í stórisarásinni. Snilld
 6. Er búinn að kaupa allt með aðalréttinum á jóladag, en ekki hangikjötið sjálft.
 7. Er búinn að ákveða for- og eftirrétt.
 8. Er latur
 9. Held ég sleppi jólatré.
 10. Smbr 2,þá finn ég ekki risarækju- og hörpuskelsforréttinn sem ég held ég hafi séð Nönnu setja í eigið komment. Ekki fara að leita samt, ég fann annan betrijafngóðan.
 11. Ég var að skrifa á þrjú jólakort. Kannske tvö í viðbót
 12. Það voru litlujól í vinnunni í gær. Ég gaf 50s auglýsingabók frá Taschen og fékk útvarp í sturtuna/baðherbergið. Mér finnst nógu ógrannalegt að fara í bað eða sturtu kl 6 á morgnana þó ég hafi ekki útvarp á líka. En þetta er fínt hér í tölvuherbergið
 13. Þangað til núna! Feliz neitakk navidad...

Er þetta ekki fínt í bili?
Freyzi! Settu upp kommentakerfi!