Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, april 16, 2006

Lögbrot

Ætli ég sé að brjóta lög um helgidagavinnu? Eins gott að ég er ekki í verkalýðsfélagi, þeir væru hér að draga mig öfugan út!
Fékk þennan snilldarmálshátt í egginu: Lán er betra en laust fé.
Held að margir Íslendingar fari eftir þessu en misskilji aðeins fyrsta orðið. Umsjónarmanni millibankalána hérna þótti þetta líka alveg smellfyndið áðan.
Farinn aftur í pósthólfsmykjumokstur.