Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, april 16, 2006

Meistarar!

Það er ekki allt slæmar fréttir í United fjölskyldunni þessa helgina. FC United of Manchester eru deildarmeistarar. Strax ári eftir stofnun. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir flesta gallharða stuðningsmenn, margir verið klofnir í afstöðu, en aðrir gallharðir öðru hvoru megin, en það er ljóst að það er vandfundið lið neðan 'kvenfélagsdeildarinnar' (smbr hér) sem hefur eins frábæra stuðningsmenn, enda ekki nema von þegar 2-3000 af reyndustu og háværustu stuðingsmenn United taka saman höndum. Ég þarf að fara að drífa mig til Manchester. Ég hef ekki getað fengið af mér að yfirgefa United, en hitt er víst að ég ætti að reyna að taka helgarferð og sjá bæði United liðin.
Ég er reyndar nokkuð viss um hvar stemmingin er betri.