Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, juli 02, 2006

Mér finnst rigningin góð

Ekki oft sem maður fagnar rigningu, en núna var þetta fínt. Enda lítur flötin svona út:

Leigði sumsé mosatætara í gær, sáði í flötina og bar á. Sé að ég þarf að bera kalk í þetta líka, tek það um næstu helgi. Þarf reyndar að vera duglegur í bæði áburði og kalki. Reyna gera þetta aðeins meira næs.
Eftir vonbrigði í 2.umferðinni, liðin sem ég hélt með unnu 2 leiki af átta, var þetta mun betra núna, allir leikirnir í fjórðungsúrslitum fóru eins og ég vildi. Liggur samt við að ég vorkenni Einari Erni. Svona er boltinn.