Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, september 17, 2006

Nick Cave í Höllinni

Þetta voru óhugnanlega frábærir tónleikar. Einir þeir bestu sem ég hef séð. Var mættur í Höllina rétt fyrir át, fékk mér sæti á fremsta bekk og beið. Þurfti ekki að bíða lengi, enda komu þremenningarnir í 'Mini-Seeds' byrjaði að hamra inn (eftir smá fiðlufeedback vesen) byrjunina á West Country Girl og Nick sjálfur kom inn eftir mínútu og allt var sett á fullt frá fyrstu mínútu. No messin'.
Verð að viðurkenna að ég þekkti ekki alveg öll lögin. Þrátt fyrir frábæra upphitun síðustu tvær vikur frá Særúnu hafði ég ekki náð að hlusta nóg á AB/TLOO síðustu daga vegna gestanna og þekkti því ekki öll. Það stendur til bóta.
Keyrslan var alveg frábær, Uppklappið fyrsta fimm lög, og síðan Lucy í lokin eftir að fólk var farið að streyma burt. Ég hef ekki farið á marga betri tónleika. Að hafa Warren Ellis þarna beint fyrir framan sig var eins og geggjaðasta leikhús. Maðurinn virkaði snarbilaður, hvort sem er þegar hann mundaði fiðlubogann, lék á fiðluna eins og gítar, barði í hana, plokkaði rafmandólín eða sat í hnipri og ruggaði sér. En þvílíkur snillingur! Sclavunos var flottur á trommunum en ég sá ekki annað af Casey en hattinn hans sem hreyfðist aldrei, afgangurinn var falinn bakvið flygilinn.
Um Cave sjálfan get ég varla sagt neitt. Hann var æði. Fór mikinn á píanóinu og tók í gítarinn og söng öll þessi frábæru lög á sinn óborganlega hátt.
Ég get varla beðið eftir að sjá Cave aftur. Miðað við tvö YouTube videó af Bad Seeds á tónleikum er ég ekki alveg frá því að mér finnist þessar útgáfur jafnvel betri. Var ekki að fíla stelpurnar sem voru í gospelbakröddum á þeim vídeóum.
Þetta var semsagt alveg brjálæðislega gaman.
Myndir má finna hér og Særún skrifar um giggið á Rjómanum, betur en ég get og kannske aðeins gagnrýnni, af reynslu. Ég get bara sagt:
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ