Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, september 03, 2006

Svefn er góður.

Og væri enn skemmtilegra ef maður fengi nóg af honum á svona sunnudagsmorgnum. Brúðkaup í gær, það fyrra af tveimur í röð, helgi eftir helgi. Fallegri dags var ekki hægt að óska sér, að sögn brúðhjónanna lá við umferðaröngþveiti brúðhjóna og ljósmyndara í grasagarðinum. Veislan fín, massa fjör, og brúðguminn fékk að vera að í friði fyrir hrekkjum á sjálfum deginum. Var bara stilltur og er því ekki illa haldinn þannig í morgunsárið. Dansaði hins vegar þeim mun meira og er því dauðþreyttur. Ansi hræddur um að ég nái ekki að fara í ræktina um leið og ég næ í bílinn, þrátt fyrir að það hafi verið (háleitt) markmiðið. Sjáum til.
Fór í bókakaffið til Nönnu í gær, litlar 24 bækur upp úr krafsinu, stærstur hluti af því Ellery Queen og Perry Mason. Verða notaðar sem skondin innskot inn í þyngri sf&f lestur.