Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, januari 30, 2007

Þróun hvað?

Í tilefni þess að ég víkkaði meginmálsspaltann til að koma fyrir YouTube vídeóum (þú gætir verið að missa af del.icio.us linkunum mínum hægra megin ef þú ert með mjóan vafursglugga, það er verra, góðir linkar þar) þá er hér fagurt dæmi um uppfræðslugildi kristinnar trúar:

via: Frelsi og franskar og Pharyngula.
Í sama ranni má benda á að mér finnst ankannalegt að sjá Davíð Þór Jónsson lofsama vanþekkingu:
En ef við leggjum okkur fram getur okkur tekist að upplifa léttinn þegar því oki er lyft af okkur að þurfa alltaf að hafa öll svör á reiðum höndum og við getum hvílt sál okkar í trausti á Guð. Þegar okkur tekst að sleppa og treysta. Þegar okkur tekst að láta af og leyfa Guði. Þegar við finnum að við þurfum ekki að gera neitt annað en að hætta að stjórna og vita og skilja og hleypa Guði að.

Hefði haldið að hann væri fróðleiksfús maður.
Að lokum er rétt að benda á Teit Atlason, BA í guðfræði, rífa í sig Vinaleið í Fréttablaðinu í dag.
Prédikun dagsins lokið! Næsta mál á dagskrá er að gera súpu úr Baunum!

Labels: