Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, november 13, 2002

Eitt af fáum kostum þess að vera veikur á spítala án þess að missa ráð og rænu, er að hafa nóga tíma til lesturs. Bókavagninn sá til þess að ég las eitthvað á íslensku, hafði gaman af Önnu, Hönnu og Jóhönnu, en þótti Hús úr hús Kristínar Mörju helst til steríótýpískt. Núna skil ég líka þetta. Svo sá frænka til þess að ég er búinn að lesa "jólabók". Arnaldur klikkar ekki.
Nú ætla ég að fara að lesa meira um Miles Vorkosigan. Og ekki í fyrsta skiptið.