Ég ætlaði að skrifa langa og lærða grein um hvað Herra Karl Sigurbjörnsson hefur rangt fyrir sér í áramótávarpi sínu sem var birt með yfirskriftinni Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi. Ég geri það kannske en læt nægja í bili að biskupinn ruglar saman trúleysi og siðleysi. Ég er ekki heimspekingur, en ég er alinn upp trúaður og hef síðan kastað trúnni og veit því að ég er fullfær um að haga mér á siðaðan og samfélagsvænan hátt án þess að hafa áhyggjur af framhaldslífi, helvíti og himnaríki. Ræða Herra Karls er einmitt það sem við þurfum ekki í fjöltrúar og trúleysis samfélagi, þar sem heimtað er að val standi milli trúar (kristinnar) og trúleysis og að rangt val eyði menningu okkar. Ekki kannske von að PR kirkjunnar leyfi að segja það, en allt sem í raun og veru þarf er gullin regla samfélagsins sem gilt hefur löngu áður en hún var tekin upp af Jesú. "Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður skalt þú og þeim gjöra." Svo einfalt er það.
Von um framhaldslíf getur eyðilagt líf okkar. Það er nauðsynlegt að gera eins gott úr lífi okkar, samfélags okkar og náungans nú frekar en að láta reka á reiðanum, og bíða þess að okkur verði launað síðar á óræðan hátt.
Að lokum vil ég leyfa mér að benda lesandanum á eftirfarandi: Hvað ef fyrirsögnin hefði verið Islam ógnar mannlegu samfélagi. Hefðu ekki allir hugsandi menn risið upp og mótmælt í nafni trúfrelsis og umburðarlyndis? Af hverju leyfist þá biskupnum að ráðast á mig og þá sem þenkja eins?
<< Home