Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, september 27, 2003

Síðast þegar við hittumst var fyrir tveim vikum þegar slappleiki var að hrjá mig, en ég var enn hamingjusamur yfir að Víkingur komst upp. Skemmst er frá því að segja að ég er búinn að vera veikur síðan þá. Reyndar ekki misst úr nema 2 daga samtals úr vinnu en verið alveg búinn á kvöldin og misst af fimm og hálfum Víkingsleikjum í handboltanum (karla og kvenna). Ekki gott fyrir stjórnarmann. Vonandi verður þessi helgi til þess að ég skríð endanlega saman.
Þetta er þá þriðja helgin í röð sem fer í að liggja. (nema hvað þá fyrstu skrapp ég reyndar tili Keflavíkur...) Næstu helgi verð ég líka næsta rotinborulegur. Augnlokaskurður á föstudag nebblega. Smá föndur...
Ég verð bara að hlakka til nóvember og San Fransisco til að hressa mig við.