Enn með kvef, ætla að eyða deginum undir sæng fyrir framan imbann og horfa á fótbolta, Formúlu 1 og eitthvað af DVD. Verst að takkinn hvar ég vel aspect ratio er eitthvað bilaður þannig að það er sóun að horfa á Angel allan teygðan á langveginn. Það er svosem ekki eins og veðrið sé til að vera úti í.
Las Flateyjargátu í gær, þokkalegasta afþreying, en er núna að spæna mig í gegnum le Guin, keypti Earthsea Quartet úti og er kominn í Tehanu, sem er síðasta bókin. Man að ég las A Wizard of Earthsea á íslensku sem strákur og þótti hún verulega furðuleg. Það var eitthvað við hana sem ég kunni einhvern veginn svo illa við. Man hins vegar ekkert hvað hún var kölluð á íslensku. Það hafa nú ekki margar SF bækur verið þýddar í gegnum tíðina. Fyrir utan Tolkien man ég í svipinn eftir Stálhellum Asimov (sem ég sá á safni löngu áður en ég las hana á ensku en þótti forsíðan með eindæmum óspennandi og hafði engan áhuga), Fahrenheit 471 sem ég las og svo var auðvitað Hitchhikers þýdd.
<< Home