Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, juni 12, 2004

Hátíðin er að byrja!

Hæ hó jibbí jæ og jibbí jei,
stórmót í fótbolt' er að byrja!

Þetta verður hörkuspenna! Allavega sex lið eiga mjög góða möguleika á að vinna: Frakkar, Hollendingar, Ítalir, Spánverjar, Tékkar og Þjóðverjar. Að auki gætu Króatar, Búlgarir, og Englendingar gert skurk. Það eru mörg hörkulið, og öll með einhverja stóra veikleika.
Frakka vita allir um, ekki búnir að tapa í 18 leikjum, 11 án þess að fá á sig mark, en vörnin er samt að eldast. Þetta gæti verið keppnin þar sem ellin nær í skottið á Desailly. Hollendingar þurfa að koma sér upp góðum liðsanda, og vörnin er brothætt. Ítalir eru alltaf hættulegir, eru með hörkulið, en Buffon hefur átt slæmt tímabil. Spánverjar hafa alltaf liðið fyrir að vera ekki ein þjóð í raun og yfirleitt skitið á sig á stórmótum. Tékkar eru aftur komnir upp og eiga einu bestu miðju í heimi. Poborski, Rosicky, Galasek og Nedved. Þjóðverjar hafa átt í varnarvandræðum, og í raun eiga allir markmenn möguleika á stöðunni. Kahn byrjar og ef hann gerir einhver mistök rýkur hann. Ég spá því að Timo Hildebrandt verði aðalmarkmaður áður en keppninni lýkur.
Króatar og Búlgarir eru að koma upp með ný lið, og jafnvel England á smá séns.
Ég held að í hæsta lagi eitt lið detti út með núll stig, jafnvel neðstu liðin eiga eftir að rífa til sín stig, engir 9-6-3-0 riðlar...
Ég held með Hollendingum sem eiga alltaf að geta spilað besta boltann og Ítölum, því Ítalía er flottust landa.
Ef Danir komast í úrslit ætla ég að horfa á úrslitaleikinn á Ráðhústorginu :)
Svo vona ég að Englendingar geti ekki neitt. Þeir verða svo óþolandi þegar vel gengur.