Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, mei 01, 2005

Garðvinna

Garðvinna er ömurleg. Ég vil flytja aftur í blokk. Og þó...
Búinn að hirða mesta ruslið úr garðinum og klippa hekkið niður við rót. Erla hans Jóns frænda míns reyndist betri en engin, skaffaði klippurnar, snyrti restina af hekkinu og sá um að koma draslinu burt ásamt dótturinni. Dóttirin fær fimmhundruðkall, en ég sé um tölvuþjónustu hjá þeim á móti. Er þó betur settur en áður eftir síðustu hreinsun því ég heimtaði þá að þau notuðu Firefox og hótaði að hætta að hjálpa ella :-D
Fyrir (reyndar áður en ég keypti):

Eftir (núna áðan, þetta á eitthvað eftir að blómstra þarna):

Hekkið var hálf illa farið og farið að vaxa vel útfyrir grindverk. Og svo þarf að fara að vinna þarna við skúrþakið þannig það er fínt að rumpa þessu af. En kvefið versnaði fyrir vikið. Þess vegna ætla ég að vefja mér inn í nýja flíssloppinn minn og horfa á United núna.
Bókabéusum er bent á að nenna að lesa færsluna fyrir neðan þó löng sé, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.