Nett
Þetta var bara nett.
Reyndar var Húsoghíbýla sýningin soltið þunn. En vínsýningin var fín. Ég er svoddan plebbi að mér fannst næstum allt gott sem ég smakkaði. En sumt var betra en annað. Þrautirnar gengu misvel. Ég þekkti negul og kanel lyktina en klikkaði á piparnum. Ég gat bara eina af vitlausu-þrúgunum, alger auli. Hins vegar kom ég þremur af fimm töppum í flöskukælinn af 3ja metra færi, hellti nær fullkomlega jafnt í sex glös án mikils vesens, og tókst að brjóta saman servíettu í fyrstu tilraun bara með að horfa á fyrirmyndina. Fékk að launum tappatogara (sem var fínt, því minn betri ræður ekki við flöskur með 'vör' og sá sem ég átti af þjónstegundinni brotnaði um daginn, enda lélegur. Ég get þá opnað Rosemountinn skammlaust.
Matur hjá mömmo og frænku í kvöld. Ætlaði á Serenity í kvöld, held það verði að bíða morguns. Eftir allt þetta vínsmakk í dag get ég varla annað en kippt með mér einni flösku úr safninu.
<< Home