Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, april 22, 2006

Ó skollinn

Nei ekki aftur...
Var þreyttur og slæptur í gær, snemma í háttinn... og vaknaði með hálsbólgu.
Veikindi um helgar, það er ekki að spyrja að vinnuhollustunni.
Vinnufélaginn tjáir sig um málefni RÚV og ólíkt sumum flokksfélögum er heiðarlegur og staðfestir að hfvæðingin er auðvitað bara undanfari niðurlagningar. Er nema von að margir berjast á móti, þar með talið starfsmenn. Frjálshyggjuórarnir eru auðvitað með í ferð, og starfsmenn mega ekki segja orð um málefni síns eigin vinnustaðar, þeir eru bara launaþrælar.
Það er auðvitað ekki þar með sagt að starfsmenn eigi að ráða ferð, en bil beggja er til. Það er hins vegar ekki til í frjálshyggjuorðabókinni, þar ræður bara eitt.