Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, juli 08, 2006

Djamm og jæja

Fínt skrall í gær, Austur-Indía fjelagið er alltaf jafn sólíd. Það kom enn á ný í ljós að það að þekkja muninn á hægri og vinstri er ekki mín sterka hlið. Þar er líklega grunninn að pólitískum viðrinishætti mínum.
Morguninn var tekinn aðeins of snemma, en það er bara eins og það er. Þeim mun fyrr verður maður sem nýsleginn túskildingur.
Frændi minn garðyrkjumaðurinn hefur komið í heimsókn, grafið upp runnabeðið góða við enda garðsins og skipt um mold. Work in progress greinilega, hið besta mál! Var ekki alveg að kveðikja þegar ég sá eitthvað grænt drasl á neðri flötinni, hélt að eitthvað af unga fólkinu í þessu ágæta hverfi hefði verið á ferð að rífa upp plöntur, var ekki fyrr en ég kom út að mér varð litið upp á efri flöt og sá allan uppgröftinn þar. Ég hef aldrei fengið fyrstu verðlaun fyrir að taka vel eftir umhverfi mínu!