Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, september 17, 2006

Gestir farnir og næstum frábær laugardagur

Ég er búinn að vera með húsgesti frá því á miðvikudag og kom þeim í flug áðan. Vinkona frænkna minna frá D.C. og systir hennar á heimleið frá fríi í Englandi og Króatíu. Sendi þær Gullna hringinn á fimmtudag, þær fóru í útreiðartúr á föstudag og við borðuðum á Þrem frökkum og Einari Ben þessa daga. Tókum síðan daginn snemma í gær, ég brunaði með þær á Vesturland, fórum Hvalfjörðinn og Dragann upp í Reykholtsdal, síðan yfir að Hraunfossum og Barnafossi. Síðan til baka, þáðum kaffi og kökur hjá Andrési í Deildartungu, komum við uppi í Tunguhlíð hvar mamma og fleiri voru á leið í berjamó. Síðan brunað (aðeins of hratt, smá sekt á leiðinni víst) aftur í bæinn, ég setti þær út niðri í bæ og skipaði þeim í safnaferð og fór sjálfur í Fjörðinn. Um þann hörmulega leik Víkings og FH er best að segja sem minnst, 4-0 bara sanngjarnt.
Hitti síðan stelpurnar aftur á Búllunni eftir góða safnaferð þeirra, þær höfðu drifið sig í garðinn við Hnitbjörg, geysigott mál, enda hefði ég mælt með því ef ég hefði haldið þær hefðu tíma, þær slepptu Þjóðmenningarhúsinu.
Skutlaði þeim síðan hingað heim, þær settu League of Gentlemen í DVDinn, urðu alveg húkkt á því strax á miðvikudag, alltaf gaman að koma fólki upp á góðan smekk. Sjálfur fór ég í Höllina. Held að það krefjist sér færslu, sem kemur á eftir þessari.
Eftir Höllina kom ég heim í alveg yfirþyrmandi stuði, vakti gestina, eða aðra a.m.k. af lúr og eins og um var talað skelltum við okkur á Oliver þar sem við dönsuðum fram undir hálftvö þegar ákveðið var að vera skynsöm og fara heim til að takast á við tiltölulega snemmbúna ræsingu. Það var snarlega gaman á Olla nema þegar We Are The Champions var spilað fyrir FHingana. Líka gaman að láta hafnfirska vinnufélaga dissa sig...
Þetta var semsagt alveg meiri háttar dagur, nema þessir tveir tímar í Krikanum.
Í morgun var svo farið í Bláa Lónið og þaðan á Leifsstöð, fjórir góðir dagar með gestunum á enda, þær skemmtu sér vel og þá er gestgjafinn ánægður.
Síðan sá ég og tveir félagar Arsenal hirða sigur á síðustu stundu gegn United. Það var ekki gaman.
Núna er ég næsta úrvinda og máttlaus og býst við að fara snemma í háttinn. Það er ekkert að því þegar ástæður eru góðar.