Sunnudagur að kveldi kominn
Whúfh.
Það liggur við að manni líði illa að koma í heimsókn og horfa á liðið sitt valta yfir lið gestgjafans. Næstum... *Næstum* dónaskapur.
Að vinna Watford 4-0 á heimavelli er næstum skylda. Að vinna Tottenham á útivelli 4-0 er næstum ósanngjarnt. En voða sætt, ég var dauðhræddur fyrir leikinn, enda lagði ég í að mæta í United skyrtu. Í mörg ár horfði ég aldrei á leik í United skyrtu, það var uppáskrift uppá tap. Núna á ég auðvitað ekki glazerzka skyrtu en þessa fínu eftirlíkingu af '48 bikarsigursskyrtunni og reyndi hana um daginn hér heima, við unnum og ég held að þessi sé ekki bölvuð.
Er í ritdeilu við moggabloggara í framboði (eru allir moggabloggarar í pólitík?) sem telur það ósvinnu af þýsku heimsmeisturunum að vera með gerviskegg af því það minni á litla liðþjálfann. Það er semsé ekki misskilin karlmennska og tískuslys að Þjóðverjar séu gjarnir til skeggsins, heldur er það merki um... nei, hættu nú alveg.
Er að tapa þúsundkalli í veðmáli af því ég næ ekki að klára HM spákeppnis uppgjör í kvöld. Nei, ekki þetta HM. Alvöru HM. Já, þetta frá í fyrra. Procrastinators'R'Us.
Gamall Garfield brandari kemur í hugann: "Would you be willing to lead a parade to celebrate laziness? If so, you're already disqualified"
Er ekki sure sign að Garfield sé uppiskroppa með sögur að Jón fékk loksins séns? Ekki það, ég gafst upp fyrir 20 árum og finnst svosem ágætt að Nonni litli sé hamingjusamur, en er ekki bara betra að slá þetta af? Svona eins og besta teiknimyndasaga síðustu 30 ára gerði?
Nóg komið, farið nú að sofa, það er vinna á morgun.
<< Home