Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, december 10, 2002

Ljóst að það var ágætis ákvörðun af ýmsum ástæðum að fara ekki til D.C. Vinnufélagarnir skemmtu sér mjög vel þó. Laugardagurinn var topp dagur, fyrst sá ég United vinna Arsenal og síðan Liverpool tapa fyrir Charlton í góðu yfirlæti hjá mömmu og móðursystur minni.
Það sem eftir var af helginnni fór í að klára Hringadróttinssögu og þó skömm sé frá að segja er það í fyrsta skipti síðan ég las hana alla á íslensku sem ég les hana alla. Sumsé alltof langt síðan. Er núna aftur tekinn til við Hitler. Ekki allir hrifnir af þessum tveim bókum á Amazon, en mér finnst þetta stórvirki. Þannig er það nú.
Á eftir verður ráðist á kollinn á mér, líklega með trjáklippum eða einhverju þvíumlíku til að hemja limgerðið sem hækkar mig um eina 10 sentímetra. Jólaklippingin!