Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, februari 15, 2004

Það væri óskandi ef atburðir helgarinnar í San Fransisco væru 'Rosa Parks' moment' eða annað Stonewall fyrir réttindi samkynhneigðra í BNA, en ég er vægast sagt efins. Það sem ég hef reyndar mestar áhyggjur af er að þetta setji Demókrata út af laginu, verði að kosningamáli og Runninn haldi forsetastólnum í krafti bíblíutrúaðra.
En það má auðvitað ekki snerta við helgi hjónabandsins, enda skilja aldrei nein kristin hjón, né giftast útlendingum gegn gjaldi til að skaffa landvistarleyfi. Því hjónabandið er nefnilega svo heilagt.
Í öðrum réttindamálum má nefna að í Bretlandi eru áform um að fara að kynna húmanisma, trúleysi og guðleysi í trúarkennslu. Þetta er auðvitað besta mál. Það er nauðsynlegt að kenna að siðfræði er ekki innbundin og rígbundin af kristinni trú, við trúleysingjar getum verið besta fólk lika ;-)