Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, april 14, 2004

Hingað til hefur ekkert beinlínis týnst í flutningunum, jafnvel fundist (passinn minn, að týna honum kostaði bara slatta af peningum fyrst að kaupa bráðabirgðapassa í Leifsstöð síðasta sumar og svo að kaupa nýjan alvöru, sem reyndar sparaði mér visa til BNA í nóvember), en það var smá fjúkk þegar ég áttaði mig á að leita í réttum kassa að flugmiðanum mínum.
Brúðargjöfin var keypt áðan, glæsileg bæheimsk kristalsskál frá Tékklandi. Er búin að vara brúðurina við, á n-ta glasi í haust, enda þykur mér soltið skondið að gefa írskri brúður tékkneskan kristal. Hún var sátt, enda nóg af Waterford í kringum hana. Kortið er Lómar við Þjórsá. Ég ætla meira að segja að skrifa kortið að mestu að íslensku, held það verði skemmtilega úník fyrir þau.
Annars er þetta í fyrsta skipti sem ég fæ að reyna svona breska týpu af brúðkaupi þar sem ég er boðinn í athöfnina og svo í móttöku um kvöldið, en ekki í matinn á milli. Þetta er svoldið sniðugt, en væri vissulega aðeins leiðinlegra ef það verða ekki þó nokkrir vinir mínir í sömu sporum þannig að hægt verður að nýta tímann vel á milli. Ég hlakka mikið til.