Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, maart 27, 2004

Heim í heiðardalinn

Nú er tæp vika liðan síðan ég flutti í Fossvoginn og farin að komast mynd á húsakynni. Ótrúlegt nokk komst net og sjónvarpssamband ekki á fyrr en á miðvikudag, enda ég lítið heima frá sunnudeginum nema til að koma af mér meira dóti af gamla staðnum. Nú er þetta allt að koma, allar tölvur komnar í samband og á sinn stað (amk sinn stað þar til að húsið verður vírað betur. Nokkrar bækur eru komnar upp í hillur, en fjöldi bókapoka og -kassa er enn út um allt, að ekki sé minnst á aðra poka og kassa. Þetta hefst samt vonandi á endanum.
Á miðvikudag fékk ég fyrstu heimsókn frá Víkingi sem var að safna fyrir utanlandsferð síns flokks. Eftir sjö ár af því að skella á nefið á KR-ingum og þykjast ekki eiga eina einustu flösku var þetta mjög velkomin uppáhringing. Verst að hann vara að selja 20 stk af eldhúspappír eða eitthvað þeim mun fleiri klósettrúllur, sem mér sýnist vera sirka 2ja ára skammtur. Lofaði að styrkja þá með beinu framlagi, best að tala við Steinar frkvstjóra.
Hér fyrir utan gluggann minn er núna allt í einu garður, sem lofar því að eitt þriggja þurfi ég að gera í sumar, fá skyndilegan, óviðráðanlegan og áður óþekktan garðyrkjuáhuga, að leigja garðyrkjumann, nú eða helluleggja draslið.
Hm. nú, eða: Ástkona óskast, verður að hafa áhuga á bókum, bolta og garðyrkju. Má eiga garðyrkjugræjur. Mynd af sláttuvélinni, hrífunni og arfasköfunni sendist á: ... Er ekki einkamál.is alveg að rokka? Stöð2 má ekki senda inn eina saklausa auglýsingum af unglingi sem hefur aldur til samræðis sé ekki um blekkingar o.s.frv. að ræða og þeir vaða í svörum. Þeir hefðu átt að fara lengra, láta Pál Magnússon búa sig upp á, þykjast vera sextán og tæla einn fimmtugan. Og fara með það svo í fréttir af það er svo ógeeeeeðslegt.
Sem það svosem er, en fréttamatur??
Nóg í bili, ekki pláss til að hneyklast á að allir helstu sakborningar í einu ógeðfelldara sakamáli síðustu ári virðast eiga greiða leið í fjölmiðla. En samt, hvernig er það, er það nema viku verk að skrifa í lög að ekki megi fjalla um dómsmál eftir að rannsókn hefst? Svona eins og er í Bretlandi? Eða er það eftir að kæra hefur verið birt?