Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, juni 20, 2004

Fríið gert upp

Jæja, þá er rétt rúmlega þriggja vikna fríi að verða lokið. Mæting í Borgartúnið í fyrramálið. Búið að vera feykigott frí, tvær vikur á Spáni, prófi hespað af, rækilega tekið til í húsinu, núna eru allir kassar í húsinu tómir, og allt komið á sinn stað og síðast en ekki síst tveir leikir á dag síðustu 13 daga.
Fór í Kópavoginn í dag og fékk lánað aukasjónvarp og horfði á leikina tvo eins og á að horfa á tvo leiki á sama tíma!
Býst frekar við að það verði viðbrigði að fara að vinna aftur, þannig að fátt kemst að annað en vinna og bolti næstu vikuna. Þarf reyndar að kíkja á fræðin aðeins líka.
Síðan er málið að kíkja í bílskúrinn og taka það til, mest reyndar búið að vera í kössum í einhver ár, ættu að komast að mestu í geymsluna inni, skúrinn ekki hentugur geymslustaður fyrir blöð og bækur.
Auk þess vil ég taka fram að besta veðrið er auðvitað í Fossvoginum