Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, september 26, 2004

Oh what a beautif... hm. nei annars

Grár haustmorgun á sunnudegi. Ég get skilið þá sem finnst sumar(ég), vetur(skíðafríkin) eða vor(allt að springa út) besta árstíðin. En að finnast haustið best, það skil ég ekki. Ég þarf betri lýsingu í stofuna hjá mér. Þarf að bera upp halógenlampann sem ég setti í gestaherbergið þegar það var upptekið. Veit annars einhver hvar ég fæ dagsbirtuperur/lampa?
Var að horfa á formúlana. Schumacher hatarar gleðjast, en þó að stefndi í að síðustu þrír hringirnir yrðu spennandi endaði þetta án sviptinga.
Nú þarf að gera eitthvað... sælt í dag. Ætli sé ekki best að loka lappanum? Slökkva á imbanum? Lesa bók? Kannske setjast við borðtölvurnar og htmla smá? Hýðið þarf yfirhalningu.