Heimsókn
Er með enska vini í heimsókn sem eru á heimleið frá Bandaríkjunum. Lóðsaði þau um Reykjavík í gær, datt ekki í hug að fara út fyrir bæjarmörkin, enda lítið fútt í að rúnta um Hvalfjörðinn og segja ef það væri ekki svona mikil þoka og rigning og þið sæjuð út fyrir vegarkantinn, þá væri hér frábær fjallasýn.
Nema hvað, skruppum á Þjóðminjasafnið og mér fannst þetta bara nokkuð flott. Ánægður með minjagripabúðina, hárrétt jafnvægi upplýsingar og 'tacky'.
Sendi þau Gullna hringinn á eftir og fer sjálfur í vinnuna.
<< Home