Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, augustus 04, 2005

Fótbolti í Reykjavík

Víkingur hirti þrjú stig af KS og Englendingar hafa ekki skorað jafn mörg hlaup gegn Áströlum á fyrsta degi síðan 1938, en skemmtilegasta frétt dagsins var á mbl.is
Valsmenn eru nánast komnir í úrslit Visa-bikarsins eftir að Garðar Gunnlaugsson skoraði öðru sinni þegar rétt tæpar átta mínútur voru eftir af leiknum. Staðan því 2:0 fyrir Val og Fylkismenn þurfa kraftaverk ætli þér að koma sér aftur inn í leikinn. Það er því líklega Reykjavíkurslagur í úrslitum því Framarar komust í úrslitin í gær þegar þeir lögðu FH að velli í vítaspyrnukeppni.

(leturbreyting mín)
Það er gaman að sjá túlkun þessa dýrasta bloggs á Íslandi á því að Valur þyrfti að vinna til það yrði örugglega Reykjavíkurslagur í úrslitunum. Er ekki fjarri því að ég sé bara alveg sammála!