Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, augustus 20, 2005

Krikketlaus laugardagur

Það er helgi og það er ekki Ashes leikur. Ég veit varla hvað ég á af mér að gera. Og þó.
Fyrir liggur að lesa Algebraistann, horfa á United og meiri og fleiri leiki, horfa á nokkra þætti úr League of Gentlemen, fara í miðbæinn, hlusta á fyrirlestur rithöfunds um listmálara (jájá, þetta er enn ég, þið eruð ekkert að villast á bloggum þó ég gerist listrænn. Eyborg Guðmundsdóttir var vinkona mömmu og moster og ætla mér að fræðast aðeins meira um hana) og síðan reyna að skemmta mér eitthvað í miðbænum. Bakkus verður hvíldur, enda var tekið hraustlega á í Akureyrarferðinni á fimmtudaginn hvar Víkingur var aðeins 2 mínútum frá fræknum sigri sem hefði fleytt okkur langleiðina upp. En við erum enn með allt í okkar höndum.
Á ég að ranta aðeins? Jájá, hvers vegna ekki. KrossGunni var í Íslandi í bítið á fimmtudaginn og eins og venjulega þorir enginn að vaða almennilega í kallinn. Mig dreymir um daginn þegar hann verður boðaður í viðtal í beinni útsendingu sem verður sirka svona:

Spyrill: Gunnar, nú lifir þú samkvæmt Biblíunni og hefur verið virkur andstæðingur t.a.m. jafnréttinda samkynheigðra, eða forréttinda eins og þú kallar þau?
KrossGunni: Jú, mikið rétt.
Spyrill: Gunnar, það voru 570 manns í Krossinum í desember 2003 og hafði fjölgað um 40 á 5 árum. Það eru hátt í 1000 múslimar á landinu skv viðtali í DV um daginn. Þeir ráða ekki okkar lögum og heldur ekki þú. Vertu úti með þinn sértrúarsöfnuð og njóttu þess að fara eftir þínum reglum. Þetta samtal verður ekki lengra.
Næst í Kastljósi....