Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, september 18, 2005

Krikket, fótbolti, ferðalög og margt fleira

Ferðin til Englands fór eins og við var búist. Eþíópíski maturinn var ekki alveg eins góður og ég vonaði, en kaffið sló öll met. Brennt á staðnum og alles. Þvílík upplifun. Daginn eftir fékk ég svo að sjá England vinna Ashes. Meiri háttar gaman, en auðvitað sá maður oft lítið, þess vegna var sér í lagi gaman að sjá besta snúningsverpil allra tíma kasta, það kom fyrir að maður grillti í kúluna á leiðinni úr hendinni á honum og þangað til kylfill sló! Stemmingin jókst eftir því sem á daginn leið og hægt og rólega var ljóst að Kevin Pietersen var að tryggja jafnteflið. Er samt ekki á því að ég geri margar fleiri ferðir sérstaklega til að fara á krikket :) Myndir af leiknum eru hér, set þetta vonandi upp með thumbnails og solis í dag.
Svo fór ég á Kínastað sem ég þekki, fékk vondan krabba, en góða stökka önd. (Harbour City á Gerrard Street). Þriðjudagslönsj var á Chowki. Maturinn var fínn eins og áður, en þjónustan slæm. T.d. volg kók ("Til þess erum við með ís í glasinu, sör"). Held að aumingjabloggarinn Þórmundur hefði orðið nokkuð foj!
Föstudagurinn var snilld. Víkingar tryggðu sætið í úrvalsdeild að ári í einhverju leiðinlegasta veðri sem hægt er að spila fótbolta í. Á eftir var fagnað mikið og vel en ég skaust á braut tiltöluglega snemma í vinnupartí og síðan á Sálarball. Er rétt núna á sunnudeg að ná mér... í eyrum. Var með syngjandi suð og þrýsting í eyrum í allan gærdag. Þvílíkur hávaði. Ég heyrði ekki bofs þegar ég var að reyna halda uppi samræðum á ballinu, þannig að ég virkaði örugglega illa stemmdur. En þetta var bara ágætt.

-- færslan er víst orðin of löng, framhald í næstu --