Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, september 04, 2005

The Oval bíður

Fyrir viku var ég í fimm manna deild, nú erum við þrír og hálfur, ef tekið er mið af nýrri aukaábyrgð yfirmannsins. Einn skrapp í frí, þannig að það var alveg nóg að gera, en ég hafði gaman að komast í verkefni sem ég hef ekki þurft að sinna í lengri tíma.
Er búinn að bóka ferð til Englands, á miða á síðasta daginn í Testinu um næstu helgi, svo er bara að vona að leikurinn endist það lengi. Ef það verður leikið og Ástralía er ekki örugg með sigur, þeas ef England á enn séns á að vinna Ashes í fyrsta skipti í 19 ár má bóka nokkuð eftirminnanlegan dag.
Varðandi tapið gegn Króötum í gær er fátt annað að segja en að menn sem geta ekki skipulagt vörn eiga ekki að þjálfa íslenska landsliðið. Ég held það verði ekki langt að bíða að Sölvi 'íslenski Nesta' Geir Ottesen komi sterkur inn. Líka gaman að sjá að Kale var besti maðurinn í U21 leiknum á föstudag.
Um New Orleans er ekki hægt að hugsa ógrátandi. Vanhæfnin og stjórnunarklúður á aðgerðum þar er svo fullkomlega geðsýkisleg. Og ég hef ekki getað komist á neina aðra skoðun en að ástæðan sé sú að um fátæka svarta suðurríkjabúa er að ræða. Þeir skipta ekki máli.
Ég vil benda á andartakið þegar Fox varð mannlegt (Matti hýsir myndbandið tímabundið innanlands), sér í lagi hvers vegna það skiptir máli að Geraldo líkir ástandinu við Willowbrook. Það er alltaf hægt að treysta á Making Light að hýsa góðar umræður, öll síðasta vika í raun, t.d. hér og hér og svo er það spurningin hvað er að vera fátækur í Bandaríkjunum.