Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, september 10, 2005

Spennan óbærileg!

Haukar-Víkingur og Siddý-United kl 2, regnið er í liði með Englendingum og það er allt að tjúllast. Ég aðallega.
Dinnerinn á fimmtudag tókst geysivel og fólki kom eldamennskuhæfileikar mínir skemmtilega á óvart. Tiramísûuppskriftin kemur fljótlega.
Svo fer ég í loftið í fyrramálið, eyði eftirmiddeginum á krá nálægt Euston, kvöldinu á eþíópískum stað (hver þarf hnífapör?) og mánudeginum á The Oval. Þriðjudagurinn verður eitthvað settur í búðaráp, kemur mér ekki á óvart ef ég borða hádegisverð við Gerrardstræti. Svona eiga helgar að vera!