Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, november 26, 2005

Hnjask

Fór út að borða í gær, síðan á Óliver. Þar sá einn fyrrum vinnufélagi mig, ákvað faðma mig hressilega og lyfta mér upp.
Útkoman var sprunga í bringubeini.
Ái! Þetta var frekar óþægileg nótt, sumar hreyfingar skila stingandi verk. En núna er ég allavega létt dópaður.
Má búast við 1-2 vikna verkjum. Kemst líklega ekki í partíið í kvöld sem ég var búinn að hlakka mjög til, gæti þó hugsanlega skroppið, hef ekki átt erfitt að skemmta mér án áfengis.
Aftur ái!