Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, december 03, 2005

Meira um Bestie og kitl

Horfði á útför Best í morgun. Munurinn á honum og Díönu prinsessu var sá að hann var sá besti á sínu sviði, en hún var fræg fyrir að giftast og koma vel fyrir. Oftast. Þess vegna stend ég við diss mitt á þá sem misstu sig yfir prinispissunni, en viðurkenni fúslega að hafa ekki verið alveg þurreygur í morgun.
Nema hvað.
Parísardaman kitlaði mig og ég reyni mitt besta...
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
 1. Fara aftur til Ástralíu og Nýja Sjálands
 2. Fara á HM.
 3. Hlaupa Tjarnarhringinn eins og alvöru MRingur.
 4. Læra aftur á píanó.
 5. Lesa Gödel, Escher, Bach: An Eternal Golden Braid
 6. Búa í útlöndum (Eyða ellinni á Ítalíu, ef ekki annað)
 7. Gera armbeygjur

7 hlutir sem ég get:
 1. Eldað frábæran mat (eftir uppskrift).
 2. Forritað.
 3. Fattað.
 4. Lært tungumál ef ég legg mig eftir því.
 5. Sett vinstri fótinn fyrir aftan hnakka.
 6. Talað ensku eins og hún væri móðurmál mitt. Reyndar með dálítið flakkandi hreim, en samt.
 7. Sungið á fótboltaleik án þess að hafa of miklar áhyggjur af 4. að neðan. Þó einungis með viðkomu í Berserkjakjallaranum

7 hlutir sem ég get ekki:
 1. Drattast til að skrifa jólakort.
 2. Klifrað kaðal eða vegg.
 3. Skilið þegar eitthvað er bara gefið í skyn.
 4. Sungið án þess að vera boðið starf í Guantanamo Bay til að syngja fyrir fangana. (sjá þó 7. áður)
 5. Gert armbeygjur.
 6. Borað í vegg.
 7. Bakkað almennilega í stæði.

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
 1. Dökkt og fallegt hár.
 2. Dökk augu.
 3. Flott gleraugu.
 4. Gáfur. (í 4ða sæti eins og hjá Kristínu, enda umgengst ég yfirleitt mjög klárt kvenfólk og tek því næstum sem gefnu)
 5. Brjóst í réttum hlutföllum (I'm a guy. Sue me)
 6. Snappy answers to stupid questions
 7. Bros.

7 frægar konur sem heilla mig:
 1. 1. Christy Turlington
 2. Minnie Driver
 3. Juliette Binoche
 4. Kristin Scott Thomas
 5. Emm... Nei eigum við ekki að bíða í svona 2-3 ár með þessa :-D
 6. Anna Paquin
 7. Ætla að sleppa frægum íslenskum og segi því Kirsten Dunst

Ég er örugglega að gleyma einhverri...
7 orð eða setningar sem ég segi oftast:
Púff... held ég sé frekar fjölhæfur, enda tala ég bara í vinnunni og man ekkert hvort það er eitt öðru fremur.
7 manneskjur sem ég ætla að kitla:
Ég held að það séu flest sem ég þekki búin að þessu og þó:
Kitla Haukinn, FX-Bjössa, ZJ og Markús Pólus