Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, maart 26, 2006

Húsaveiki

Við veltum því alltaf fyrir okkur hvort Seðló væri ekki húsaveikur. Nú er víst búið að afsanna það almennt, en hitt er víst að ég er haldinn ákveðinni húsaveiki.
Ég keypti fyrstu önn af Húsi, lækni, úti, er búinn að horfa á hana og náði mér núna í það sem af er annarri önn. Laurie er bara snillingur.
Annars get ég ekki látið mér detta neitt sniðugt í hug. Og þó. Það bendir allt til að innan skamms verði húsið mitt rækilega vírað. Hef ekki hugmynd um hvað verkið tekur langan tíma en það skiptir ekki öllu. Plönin eins og þau standa núna hljóma geysilega vel. Hefur tekið lengri tíma að ganga í þetta en upphaflega ætlað, en held að það hafi ákveðna kosti í för með sér.
Ferming um næstu helgi. Þetta og næstu 13 árin á eftir fæ ég frí frá fermingum eitt árið. Nema náttlega fermingarbörnin sjái ekki ástæðu til að bjóða ekki afa/ömmubróður sínum. Eða þau ákveði að fermast ekki. Þá myndi trúleysinginn glotta.