Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

vrijdag, april 14, 2006

Kvebb

Ébb ebb mebb kvebb....
Er reyndar að skána í dag. En það er ekki að spyrja að hollustunni við vinnuna, take þetta út svona í fríinu. Svona til að gera mér lífið leiðara tók rafmagnssnúran í lappanum upp á að bila (ef einhver á aukasnúru sem passar á Dell C400 væri hún vel þegin og greidd...) en þá bjargar nýja leikfangið mér. Archosinn getur reyndar ekki farið þráðlaust á netið, en ég get þó allavega horft á það sem mig langar að horfa á. Svo er reyndar gamla stóra sjónvarpið komið niður í svefnherbergi þannig að það er hægt að horfa á dvd. Málið er bara að gæðamunurinn á því og því nýja er svo mikill að ég vil ekki horfa nema á 4x3 sjónvarpsþætti :) T.d. Father Ted.
Talandi um leikföng, þá fékk ég mér reyndar tvö slík í tilefni þess að Hildigunnur og Jón Lárus voru á leiðinni í mat. Annað reyndar bara aumt mortél sem gæti reyndar reynst notadrjúgt, en hitt alvöru hnífur. Nýtti mér Gestgjafaafsláttinn og fékk mér kokkahníf frá Global. Munurinn frá brauðhnífnum sem ég hef notað frá í Glasgow (á reyndar líka venjulegan hníf frá því þá sem er vitabitlaus) er ótrúlegur. Nú átta ég mig á muninum á að skera og að saga.
En nú er ég búinn að bæta nógu á tækið fyrir eftirmiddaginn og er skriðinn aftur undir sæng.