Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, april 13, 2006

Nammi namm

Þetta tókst gríðarvel í gær. Matartilraunin var bara nokkuð góð (lamb í karhi sósu) og forrétturinn og eftirrétturinn voru nákvæmlega eins og þeir áttu að vera enda valdir með tilliti til þess að geta ekki klikkað, ef ske kynni að lambið yrði ekki sem skyldi.
Reyndar gekk kannske minna á rauðvínsbirgðirnar en ætlað var fyrir, en á móti kom að viskísmökkunin gekk þeim mun betur. Ég veit að ég missti alveg sjónar á klukkunni og held að gestirnir hafi gert það líka, kemur ekki að sök hjá mér, vona að sama gildi um gestina.
Sem fyrr er mín ágæta innri vekjaraklukka í góðu lagi og ég var vaknaður um sexleytið, mjög hress miðað við aðstæður (vatn er góður meðspilari í viskísmökkun). Er samt kominn með kvefsnuddu. Held ég kúri undir sæng mestan hluta dags og láti bækur og tölvuna um að stytta mér stundir.