Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, april 15, 2006

Öruggt mál.

Var í skapi fyrir froðu með kvöldmatnum og setti The Sure Thing í tækið. Cusack alltaf jafn góður, líka í þessarri fyrsta aðalhlutverki sínu. Fór að velta fyrir mér hvort Daphne Zuniga hefði gert eitthvað af viti síðan (svarið er Nei, nema þú teljir Spaceballs með), þótti skondið að sjá Tim Robbins og fattaði ekki hver besti vinurinn var fyrr en ég sá Anthony Green í kreditlistanum. Örugglega svipaðar pælíngar og síðast þegar ég horfði, enda gleyminn með afbrigðum.
Samt velti ég kannske mest fyrir mér titilpersónunni. Strax frá fyrsta skoti var ljóst að þessi mynd var hundgömul, svona flatneskjulegur framhluti fengi ekki nokkra athygli í holuviði í dag, silikon bjargar öllu. Fór svo að velta fyrir mér hver þetta væri, en kom hvorki nafni né andliti fyrir mér.
Horfði svo á nýlega þátt um gerð myndarinnar. Þar kom Frk Mál (Miss Thing) fram. Ég kannaðist strax við leikkonuna, en kveikti ekki. Ekki fyrr en í öðru innslagi hennar þegar nafnið kom undir.
Þetta hefði ekki komið fyrir ef ég hefði verið jafn dyggur áhorfandi Hugstola húsmæðra þennan veturinn eins og í fyrra, allir slíkir hefðu þekkt Nicollette Sheridan sem tæfuna Edie Britt undireins.