Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, september 25, 2006

Lén...

Sé að ýmsir lesendur Nönnu hafa kíkt hérna yfir eftir komment mitt á þessa færslu. Vonandi þið skemmtið ykkur vel.
Annnars fyrir þá sem ekki vita og nenna/kunna ekki að fletta upp á isnic.is, þá var lénið bistro.is skráð í dag, 25. september og er í eigu Íslendingasagnaútgáfunnar ehf. Sem vill svo skemmtilega til að gefur út Gestgjafann. Þar sem ýmsir starfsmenn nýja tímaritsins Bistro unnu áður. Eða heitir blaðið Bístró? bístró.is er reyndar líka skráð í dag og eigandi virðist eftir stutta eftirgrennslan tengdur aðili. Það gæti samt reynst þrautin þyngri að beina fólki á bístrópunkturis frekar en bistropunkturis.
Úps...