Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

vrijdag, januari 12, 2007

Frábær byrjun

Frábær byrjun á helginni, kom að bílnum áðan með sprungið dekk. Hm. Kannske er búið að vera leka síðan í gær. *hóst* ég er ekki góður í eftirtektinni. Jói Möller vinnufélagi minn kom að málinu og hjálpaði verulega til. Það er arfaleiðinlegt að skipta. Gott að hafa footballer til að sparka í felgulykilinn og losa rærnar.
Já, ég skipti ekki um dekk hjálparlaust. So?
Nú er annað hvort að fara í heitt bað núna, eða moka tröppurnar og fara svo í heitt bað. Tröppurnar eru á kafi. Samt mokaði ég í gær.

Labels: